framkvæmdastjóri og sálfræðingur
Tanja Dögg Björnsdóttir
Tanja Dögg er stofnandi, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Mín líðan. Tanja sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda hjá ungmennum og fullorðnum og notar aðeins gagnreyndar meðferðir. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við félagskvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat, hafa gengið í gegnum áföll og þá sem upplifa andlega vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.