Sigríður Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Sigríður Ósk Ólafsdóttir

Sigríður Ósk er sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún notar aðeins gagnreyndar aðferðir í að draga úr sálrænum vanda. Sigríður hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem eiga í vandræðum með depurð, sorg, kvíða eða tilvistarvanda.

Sérfræði- og áhugasvið

Sigríður beitir aðeins gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) ásamt tólum úr tilvistarmeðferð (e. existential therapy) og acceptance and commitment therapy (ACT). Sigríður veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda en hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við líkamleg veikindi og aðstandendur þeirra.

Menntun og starfsreynsla

Sigríður hefur starfað sem löggiltur sálfræðingur frá árinu 2021 og lauk M.Sc. í klínískri sálfræði sama ár. Hún fékk starfsþjálfun hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni þar sem hún sinnti greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum. Hún hlaut einnig starfsþjálfun á krabbameinssviði Landspítala þar sem hún sinnti sálrænum stuðningi fyrir sjúklinga og aðstandendur. Hún lauk B.Sc. prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og er þar að auki með M.Sc. gráðu í heilsu- og félagssálfræði frá Maastricht University.

Sigríður hefur unnið sem sálfræðingur hjá Mín líðan frá 2021 þar sem hún sinnir fjarviðtölum. Samhliða starfi sínu hjá Mín líðan starfar Sigríður sem sálfræðingur á krabbameinssviði Landspítala og við þunglyndis- og kvíðateymi spítalans. Áður starfaði hún í yfirlestri rannsókna og gagnaúrvinnslu meðfram námi. Hún hefur töluverða reynslu af umönnun á mismunandi vígvöllum innan heilbrigðiskerfisins og sinnti um tíma atferlisþjálfun barna með einhverfu.

Sigríður hefur farið á fjölda vinnustofa með sérfræðingum sem eru framarlega í sínu fagi. Þar af má nefna vinnustofu í unified protocol með Dr. Todd Farchione, OCD með Dr. Victoria Bream, lágu sjálfsmati með Dr. Melanie Fennell, þunglyndi með Dr. Stephen Barton og félagskvíða með Dr. David Clark. Hún hefur einnig setið námskeið í tilvistarmeðferð (e. existential therapy) og ACT með Hauki Sigurðssyni.

Rannsóknir

  • Coercion in Icelandic nursing homes: A correlational study of physical restraint use
  • Loneliness and Social Isolation Among Residents of an Icelandic Nursing Home
  • Using Objective Measures of Customer Waiting Time to Correct Self-Reported Patience

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Sigríði Ósk með því að senda tölvupóst á sigridur@minlidan.is