Ingibjörg Thors sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Ingibjörg Thors

ATH! Er ekki að taka nýja skjólstæðinga. Ingibjörg er sálfræðingur og einn af eigendum Mín líðan. Hún býður upp á almenna sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Hún hefur sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum meðferðum við kvíðaröskunum og hefur unnið undir handleiðslu erlendra sérfræðinga á þeim starfsvettvangi síðan árið 2012. Ingibjörg hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem glíma við kvíða, depurð, streitu/kulnun, lágt sjálfsmat eða þurfa aðstoð vegna áfalla. Ingibjörg getur veitt sálfræðiviðtöl eftir kl. 16 á daginn.

Sérfræði- og áhugasvið

Ingibjörg sérhæfir sig í meðferð kvíðaraskana. Hún notar þær aðferðir sem henta best til að vinna með kvíðaraskanir, þar má nefna sérhæfða gagnreynda atferlismeðferð (exposure therapy) sem kallast berskjöldun með svarhömlun (flooding with response prevention). ACT (acceptance and commitment therapy) sem byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar (CBT), atferlisgreiningu (behaviorism) og núvitund (mindfulness). Hugræn atferlismeðferð (CBT) sem byggist aðallega á að finna þær hugsanir sem ýta undir vanlíðan, endurmeta þær og breyta þeim og að breyta þeirri hegðun sem viðheldur vandanum. Ingibjörg býður einnig upp á handleiðslu fyrir aðra sálfræðinga.

Menntun og starfsreynsla

Ingibjörg er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA/doktorsgráðu í klínískri sálfræði frá University of Denver. Í gegnum fjölbreytta starfsþjálfun og sjálft doktorsnámið öðlaðist hún einstaka sýn inn í heim klínískrar sálfræði og ákveðna sérstöðu í að aðstoða einstaklinga að ná tökum á almennum kvíða og kvíðatengdum röskunum.

Ingibjörg hefur víðtæka starfsreynslu og hefur starfað á ýmsum stöðum þar sem veitt er sálfræðiþjónusta. Hún vann frá 2017-2020 hjá Anxiety Solutions of Denver/Colorado Springs sem býður upp á bestu meðferðir sem í boði eru við kvíðaröskunum í Bandaríkjunum. Hún veitti einstaklingum, pörum, fjölskyldum og í sumum tilvikum öðrum sálfræðingum ráðgjöf og meðferð við kvíðaröskunum bæði á sálfræðistofu félagsins og í gegnum fjarþjónustu. Hún fékk starfsþjálfun á eftirfarandi stöðum:

  • University of Denver þar sem hún veitti einstaklingum og fjölskyldum almenna sálfræðimeðferð.
  • Denver County Jail þar sem hún veitti sálfræðiþjónustu og framkvæmdi áhættumat vegna reynslulausna.
  • Humanex Academy þar sem hún tók þátt í greiningarferlum, framkvæmdi inntökuviðtöl og vann með nemendum með víðtæka tilfinninga- og hegðunarerfiðleika.
  • The Resource Center for Separating and Divorcing Families þar sem hún veitti foreldrum og börnum einstaklings-, para-, og fjölskyldu sálfræðimeðferð í gegnum skilnaðarferlið.
  • Anxiety Solutions of Denver þar sem hún veitti einstaklingum ráðgjöf/meðferð við kvíðaröskunum.
  • University of Colorado Boulder, sem er lækna- og geðheilsustöð sem býður upp á þverfaglega meðferð fyrir háskólanemendur.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Ingibjörgu með því að senda tölvupóst á ingibjorg@minlidan.is.