sálfræðingur
Arnar Ingi Friðriksson
Arnar Ingi starfar sem sálfræðingur hjá Mín líðan og býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna. Arnar styðst fyrst og fremst við HAM (hugræn atferlismeðferð) en einnig ACT (acceptance and comittment therapy) og núvitund (mindfulness) – allt eftir þörfum hvers og eins. Arnar veitir sálfræðiþjónustu við hvers konar sálrænum vanda og brennur fyrir að aðstoða fólk að takast á við persónulegar áskoranir og bæta lífsgæði þess. Arnar veitir viðtöl á dagvinnutíma, á kvöldin og um helgar.