Anna Margrét Skúladóttir sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

sálfræðingur

Anna Margrét Skúladóttir

Anna Margrét er sálfræðingur hjá Mín líðan líðan og býður upp á almenna sálfræðiþjónustu. Anna sinnir greiningu og meðferð sálræns vanda. Hún hefur sérhæft sig í gagnreyndum, árangursríkum meðferðum við áfallastreituröskun, kvíðaröskunum og depurð og unnið undir handleiðslu erlendra og íslenskra sérfræðinga á þeim starfsvettvangi síðan árið 2008. Anna hefur sérstakan áhuga á að aðstoða þá sem hafa gengið í gegnum áföll, sorg og missi eða þurfa aðstoð við kulnun/streitu, depurð, lágu sjálfsmati og samskiptavanda.

Sérfræði- og áhugasvið

Anna hefur sérstakan áhuga á að vinna með þá sem hafa gengið í gegnum áföll, glíma við einkenni kvíða (t.d. félagskvíða), þunglyndis og depurðar, samskiptavanda og ágreininga. Anna notar aðeins gagnreyndar meðferðir í sinni vinnu, sem eru m.a. Acceptance & Commitment Therapy (ACT), hugræn atferlismeðferð, Narrative og EMDR.

 er með sérfræðinám ( 3 ára sérnám eftir Masterinn) í Psykotraumalogy -Krísusálfræði, og er líka sérhæfður og sérmenntaður Stjórnendaþjálfari. 

Menntun og starfsreynsla

Anna hefur lokið 3 ára sérhæfingu í Psykotraumalogy og er einnig sérmenntaður stjórnendaþjálfi. Anna hefur mikla reynslu, áhuga á og sérhæfingu í krísu- og endurhæfingarsálfræði, jákvæðum og heilsusamlegum vinnustaðaúrræðum og samskiptum. Anna hefur unnið í taugasálfræðirannsókn fyrir alþjóðlega rannsókn og í áfallarannsóknum. Auk þess hefur Anna mikila reynslu af sértækum úrræðum í þverfaglegu starfi bæði innlendis og erlendis.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Önnu Margréti með því að senda tölvupóst á anna@minlidan.is.