Guðrún Jónsdóttir | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

fjölskylduráðgjafi

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún er fjölskylduráðgjafi hjá Mín líðan og veitir fjölskylduráðgjöf í gegnum netið. Hún býður upp á hjóna- og parameðferð, einstaklings- og fjölskyldumeðferð. Flókin samskipti í fjölskyldum, tengslarof eða tengslavandi, áskoranir í fjölskyldum, eins og fíknivandi, veikindi eða krefjandi aðstæður í foreldrahlutverkinu, eru meðal þess sem Guðrún sérhæfir sig í.

Sérfræði- og áhugasvið

Guðrún notar gagnreyndar aðferðir í vinnu sinni og má þar helst nefna EFT (Emotionally Focused Therapy), Hugræna atferlismeðferð (CBT), Motivational Interviewing (MI) og Dialectical Behavioral Therapy (DBT). Guðrún hefur séhæft sig í að aðstoða með flókin samskipti í fjölskyldum, tengslarof eða tengslavanda. Hún hefur sérstakan áhuga á að aðstoða fjölskyldur sem glíma við hvers konar áskoranir (t.d. fíknivanda, veikindi eða krefjandi aðstæður í foreldrahlutverkinu).

Menntun og starfsreynsla

Guðrún útskrifaðist með B.Sc. í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hún lauk diplómanámi í lýðheilsuvísindum árið 2017 og fjölskyldufræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ) vorið 2024. Guðrún hefur víðtæka reynslu úr uppeldis- og meðferðargeiranum og hefur m.a. unnið hjá SÁÁ og Stuðlum. Einnig vann hún við ráðgöf og fræðslu hjá Heimili og skóla (Landssamtök foreldra) og hjá Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna við rannsóknarstörf.

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Guðrúnu með því að senda tölvupóst á gudrunj@minlidan.is.