FJARGEÐHEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN MÍN LÍÐAN
Um okkur
Mín líðan hefur veitt sálfræðiþjónustu á netinu frá árinu 2018 og þar starfa tíu löggildir sálfræðingar. Byrjað var að bjóða upp á 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð á netinu þar sem öll samskipti við sálfræðing fara fram með skrifuðum texta. Árið 2019 byrjaði Mín líðan að bjóða upp á fjarviðtöl, sem eru hefðbundin sálfræðiviðtöl í gegnum netið. Árið 2022 var 5 tíma netnámskeiði við streitu bætt við. Mín líðan var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.
Skilmálar Mín líðan
Þjónusta Mín líðan ehf. sem fer fram í gegnum vefkerfi Mín líðan er háð eftirfarandi skilmálum. Þegar þú notar vefsíðuna eða kaupir meðferð samþykkir þú þessa skilmála, vinsamlegast lestu vel yfir þá. Þú getur sent tölvupóst á minlidan@minlidan.is ef þú hefur spurningar um skilmálana. Mín líðan ehf. áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Mín líðan notar hugbúnað frá Kara Connect við veitingu fjarviðtala og finna má skilmála fjarviðtala í bókunarferli þeirra.
Vefsíðan er rekin af Mín líðan ehf., kt. 500517-0690, Kambsvegi 26, 104 Reykjavík og er hýst af Þekkingu hf. Mín líðan ehf. er jafnframt ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustuna. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á minlidan@minlidan.is eða í síma 419-5600.
Notkunarskilmálar
Mín líðan er vefur sem veitir sálfræðimeðferð í gegnum netið á öruggan hátt. Ekki hefur öll virkni enn verið útfærð. Vefurinn er aðeins ætlaður einstaklingum 16 ára og eldri. Eftirfarandi reglur og takmarkanir gilda um notkun þjónustu hjá Mín líðan:
- Gerð er krafa frá Embætti landlæknis um að meðferð persónuupplýsinga sé eins örugg og mögulegt er og því er aðeins hægt að skrá sig inn á heimasvæði Mín líðan með rafrænum skilríkjum.
- Mín líðan er ekki vettvangur til að eiga samskipti vegna bráðatilfella eða alvarlegra veikinda sem bregðast verður fljótt við. Bent er á að hafa samband við neyðarlínuna 112 eða bráðamóttökur sjúkrahúsa í slíkum tilfellum.
- Óheimilt er að lána aðgang sinn að Mín líðan til annars aðila.
- Að verja þær upplýsingar sem birtast á heimasvæði Mín líðan fyrir óviðkomandi er á ábyrgð hvers notanda, þ.m.t. að loka vefnum þegar notkun er lokið.
- Allt efni á vefsíðu Mín líðan er varið höfundarrétti. Óheimilt er að afrita efni á vefsíðunni og getur slík afritun varðað við lög.
Þeir sem verða uppvísir að því að brjóta þessar reglur geta átt á hættu að lokað verði á aðgang þeirra.
Trúnaðarskilmálar
Ábyrgð skjólstæðings
Það er á ábyrgð notanda að taka virkan þátt í meðferðinni.
Neyðartilvik
Mín líðan býður ekki upp á neyðarþjónustu. Ef upp kemur neyðartilvik er þér bent á að hafa samband við 112. Ef þú telur nauðsynlegt að ná sambandi við geðheilbrigðissérfræðing samdægurs getur þú haft samband við geðdeild Landspítala í s. 543-4050 eða heilbrigðisstofnun næst þér. Við bendum þér einnig á að hjálparsími Rauða krossins (s. 1717) og netspjall Rauða krossins (www.1717.is) er opið allan sólarhringinn.
Persónuupplýsingar og meðferð þeirra
Við nýskráningu veitir þú aðgang að persónuupplýsingum þínum, s.s. kennitölu, nafni og öðrum upplýsingum sem þú gefur upp í nýskráningarferlinu. Jafnframt verða til upplýsingar við meðferðina sem verða hluti af sjúkraskrá þinni og eru vistuð á heimasvæði meðferðar, þ.m.t. skilaboð og önnur samskipti, mat á líðan, niðurstöður spurningalista, æfingar og verkefni. Auk þessa gefum við notendum vefsíðunnar kost á að beina til okkar fyrirspurnum í gegnum fyrirspurnagátt á vefsíðunni og í gegnum vefspjall á Facebook-síðu okkar. Tekið skal fram að öll sending persónuupplýsinga, þ.m.t. heilsufarsupplýsinga, í gegnum slík viðmót er alfarið á ábyrgð viðkomandi notanda. Mín líðan notar Google Analytics til vefmælinga á vefnum til að greina umferð um vefinn og bæta virkni þjónustunnar. Við slíkar vefmælingar vistast vafrakökur (e. cookies) í tölvunni þinni. Ef þú vilt ekki að upplýsingar um notkun þína á vefnum Mín líðan séu sendar til Google Analytics getur þú hlaðið niður viðbót sem kallast Google Analytics Opt-out Browser Add-on, sjá hér: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout Mín líðan kann einnig að koma fyrir öðrum vafrakökum sem eru nauðsynlegar til að bæta afköst vefsins og notendaupplifun.
Trúnaður og lög um réttindi sjúklinga
Mín líðan notar persónuupplýsingar þínar eingöngu í þeim tilgangi að efna samning við þig um veitingu sálfræðiþjónustu og til að uppfylla lagaskyldur okkar sem heilbrigðisstarfsmenn, þ.m.t. að halda sjúkraskrá um meðferðina. Við notum upplýsingar þínar eingöngu í þeim tilgangi sem var ástæða söfnunar þeirra, nema þörf sé á að nýta þær í öðrum tilgangi sem er samrýmanlegur upprunalegum tilgangi. Ef við þurfum að vinna upplýsingar í ótengdum tilgangi munum við upplýsa þig um þá vinnslu að því tilskildu að lög heimili.
Farið er gætilega með allar trúnaðarupplýsingar sem þú gefur upp í meðferðinni. Enginn hefur aðgang að þínum upplýsingum nema þú og þinn sálfræðingur. Samkvæmt lögum og siðareglum sálfræðinga eru sálfræðingar hjá Mín líðan bundnir trúnaði og ber að gæta þagmælsku um þær upplýsingar sem þú veitir. Trúnaðarskyldan hefur þó ákveðnar takmarkanir (sjá hér að neðan). Ef upp koma aðstæður þar sem þessar takmarkanir eiga við og upplýsingar eru látnar af hendi til þriðja aðila verður þér tilkynnt hvaða ástæða liggur til grundvallar, hvaða upplýsingar voru gefnar og hver fékk aðgang að þeim, að því marki sem okkur er heimilt samkvæmt lögum. Í neyðartilvikum er oft ekki hægt að tilkynna slíkt fyrirfram. Takmarkanir á trúnaðarskyldu eru eftirfarandi:
- Ef að sálfræðingur telur að skjólstæðingur muni skaða sjálfan sig getur hann rofið trúnað til að tryggja öryggi skjólstæðings.
- Ef að sálfræðingur telur að skjólstæðingur muni skaða aðra manneskju þarf hann að tilkynna þá ógn sem af viðkomandi steðjar.
- Ef að sálfræðingur telur að velferð barns (einstaklingur undir 18 ára) er í húfi, s.s. vegna óviðunandi uppeldisskilyrða, áreitni, ofbeldi o.s.frv. er honum skylt að tilkynna slíkt til barnaverndarnefndar. Hafi barnaverndarnefnd tekið ákvörðun um að kanna málið getur sálfræðingi verið skylt að veita upplýsingar um barn og/eða foreldra.
- Dómari getur skyldað sálfræðing til að veita trúnaðarupplýsingar sem vitnisburð.
- Sálfræðingi kann að vera skylt að miðla vissum upplýsingum til þriðja aðila samkvæmt fyrirmælum í lögum, t.d. til landlæknis.
Öryggi og varsla trúnaðarupplýsinga
Til að tryggja öryggi trúnaðarupplýsinga eru öll gögn geymd í Umbraco, sem er eitt öruggasta vefumsjónarkerfi sem völ er á. Einnig notum við sérstök öryggisskírteini sem tryggir að öll samskipti þín við þinn sálfræðing í gegnum vefsíðuna eru dulkóðuð. Samkvæmt lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 er óheimilt að eyða upplýsingum úr sjúkraskrá sjúklings nema með samþykki landlæknis. Aðrar persónuupplýsingar um þig geymum við aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga, t.d. skatta- eða bókhaldslöggjafar. Í einstaka tilvikum kann einnig að vera nauðsynlegt að geyma gögn vegna lögmætra hagsmuna Mín líðan, t.d. vegna deilumála.
Réttur þinn í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga
Samkvæmt lögum um persónuvernd átt þú viss réttindi í tengslum við þær persónuupplýsingar sem við vinnum um þig (sjá nánar hér).
Rekstur heilbrigðisþjónustu
Vefsíðan er rekin með leyfi frá Embætti landlæknis. Allir sálfræðingar hjá Mín líðan eru með löggilt starfsleyfi frá Embætti landlæknis.
Kaupskilmálar
Eftir að greiðsla hefur borist fær notandi strax aðgang að allri meðferðinni. Meðferðin er aðgengileg notanda í 14 vikur frá kaupum.
Skilaréttur
Ekki er boðið upp á endurgreiðslu eftir að meðferð hefst.
Greiðslumáti
Hægt er að greiða með kreditkorti eða debetkorti. Við höfum ekki aðgang að kortaupplýsingum kaupenda. Engin kortanúmer eru geymd og allar kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar hf. Greiðslustaðfesting er send í tölvupósti eftir kaup.
Verð
Öll verð eru í íslenskum krónum og eru verð og upplýsingar um þjónustu birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugling. Við áskiljum okkur rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Við áskiljum okkur rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð eða röng mynd kom fram eða að ekki er hægt að veita þjónustu að svo stöddu. Í þeim tilfellum fær kaupandi endurgreitt.
Annað
Þegar þú gefur upp netfang samþykkir þú skráningu á póstlista og að fá sendar tilkynningar í tengslum við meðferðina.
Ef þú ert óánægð(ur) með þjónustu okkar hvetjum við þig til að láta okkur vita. Ef að þú telur að sálfræðingurinn þinn hafi á einhvern hátt brotið gegn lagalegum eða siðferðislegum skyldum sínum getur þú haft samband við Embætti landlæknis.