Við erum til staðar fyrir þitt fyrirtæki!
Fyrirtækjaþjónusta
Mín líðan býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Þjónustan er fjölþætt og felur í sér námskeið, fræðslu, staðlaðar netmeðferðir, sálfræðiviðtöl í gegnum netið auk stjórnendahandleiðslu. Settu andlega líðan þíns starfsfólks í forgang með því að bjóða upp á aðgengilega þjónustu!
Tímasparandi
Starfsfólk
Ánægðara starfsfólk sem hlúir að geðheilsunni.
Betri kjör
Þitt fyrirtæki fær betri kjör en almennt tíðkast.
Styttri biðtími
Starfsfólk samstarfsfyrtækja fær forgang.
Veikindadagar
Árangur
Nýsköpun
Mín líðan er nýsköpunarfyrirtæki og því er samstarfið stuðningur við nýsköpun.
Aðgengi
Fjarviðtöl eru einnig veitt utan hefðbundis vinnutíma og um helgar.
Hvaða úrræði hentar þínu fyrirtæki?
Hafðu samband!
Þarftu meiri upplýsingar um okkar þjónustu? Þú getur haft samband við starfsfólk Mín líðan með því að senda tölvupóst á minlidan@minlidan.is og við aðstoðum þig!
Fjölbreytt úrræði og stuðningur við þitt fyrirtæki
Þjónusta við fyrirtæki
Fyrirlestrar og námskeið
Fræðsla fyrir einstaklinga og hópa, m.a. úrræði sérsniðin að þörfum þíns fyrirtækis.
Sálfræðiviðtöl og handleiðsla
Fjarviðtöl fyrir starfsfólk og stjórnendaþjálfun fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.
Netnámskeið við einkennum streitu
Hentar starfsfólki sem upplifir álag í vinnu og finnur fyrir einkennum streitu.
Tíu tíma stöðluð meðferð á netinu
Hentar starfsfólki sem finnur fyrir einkennum kvíða, depurðar, félagskvíða eða lágs sjálfsmats.
Fyrirlestrar og námskeið
Sálfræðingar Mín líðan bjóða upp á fræðsluerindi fyrir einstaklinga og hópa. Um er að ræða fyrirlestra og námskeið á staðnum eða í gegnum fjarfundarbúnað. Boðið er upp á fræðslu sérsniðna að þörfum fyrirtækja sé þess óskað. Fræðsluerindin henta t.d. vel á morgun- eða hádegisfundum eða í tengslum við fræðslustarfsemi innan fyrirtækja. Dæmi um umfjöllunarefni fyrirlestra:
- Streita og álag á vinnustað
- Samskipti á vinnustað
- Kvíði og depurð
- Sjálfsmynd
- Áhrif samfélagsmiðla á daglegt líf
- Góð ráð fyrir heimavinnu
- Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) á vinnustað
- Fullkomnunarárátta
- ADHD á vinnustað
Sálfræðiviðtöl
Hjá Mín líðan starfar fjölbreyttur hópur sálfræða sem veita fjarviðtöl fyrir starfsfólk fyrirtækja. Fjarviðtöl eru hefðbundin sálfræðiviðtöl sem fara fram í gegnum netið. Þar geta starfsmenn sótt ráðgjöf eða sálfræðimeðferð hjá löggildum sálfræðingum. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda. Fjarviðtöl eru veitt á íslensku og ensku.
- Hvert viðtal er 50 mínútur.
- Notaður er öruggur hugbúnaður sem samþykktur er af Embætti landlæknis.
- Fjarviðtölum má sinna hvar sem er - hægt að bóka frá kl. 08:00 til 22:00.
Stjórnendaþjálfun
Mín líðan býður stjórnendum (og öðru starfsfólki) fyrirtækja upp á stjórnendaþjálfun. Þjálfunin felur í sér handleiðslu frá sálfræðingi í gegnum fjarviðtöl þar sem unnið er með einstaklinginn í heild. Unnið er að því að verða betri stjórnandi eða veitt aðstoð við að glíma við erfið málefni sem koma upp í vinnu eða annað sem óskað er eftir. Stjórnendaþjálfun er veitt á íslensku og ensku.
- Meiri dýpt en í hefðbundnu sálfræðiviðtali.
- Gagnast öllum stjórnendum (eða starfsfólki sem þarf á handleiðslu að halda).
- Notaður er öruggur hugbúnaður sem samþykktur er af Embætti landlæknis.
Námskeið við streitu
Starfsfólki fyrirtækja býðst fimm tíma námskeið við einkennum streitu sem fer fram í vefkerfi Mín líðan. Námskeiðið er uppbyggt af skiflegri fræðslu, æfingum, spurningalistanum og verkefnabók. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð á meðan námskeiðinu stendur. Farið er yfir árangursríkar aðferðir til að draga úr streitu í daglegu lífi. Áhersla er lögð á að setja sjálfan sig í fyrsta sæti, forgangsraða verkefnum, auka vellíðan og draga úr óraunhæfum kröfum. Kenndar er ýmsar slökunaraðferðir (t.d. öndun / hugleiðsla).
- Námskeiðið er opið í 10 vikur frá kaupum.
- Aðgangur að verkefnabók í enda hvers tíma með samantekt á efni og æfingum.
- Einstaklingurinn fer í gegnum námskeiðið á sínum hraða.
- Hægt er að sinna námskeiðinu hvar og hvenær sem er.
- Auðkenning með rafrænum skilríkjum.
10 tíma sálfræðimeðferð
Starfsfólki fyrirtækja býðst 10 tíma staðlaðar sálfræðimeðferðir við einkennum kvíða, þunglyndis, félagskvíða og lágs sjálfsmats sem fara fram í vefkerfi Mín líðan. Meðferðin samanstendur af fræðslu, verkefnum, æfingum og spurningalistum. Sálfræðingur gefur endurgjöf á verkefni og hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er. Öll samskipti fara fram með skrifuðum texta. Hver meðferð er opin í 14 vikur og er aðeins veitt af löggildum sálfræðingum.
- Spurningalista Mín líðan má nota til að meta hvaða meðferð hentar best.
- Enginn biðtími, hægt er að sinna meðferðinni hvar og hvenær sem er.
- Auðkenning með rafrænum skilríkjum.