Átt þú rétt á niðurgreiðslu?
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu
Flest stéttarfélög landsins niðurgreiða 10 tíma sálfræðimeðferð á netinu og fjarviðtöl hjá Mín líðan. Niðurgreiðslan er mismunandi eftir stéttarfélögum. Í sumum tilfellum niðurgreiðir félagsþjónusta sveitarfélaga einnig kostnaðinn. Sum fyrirtæki niðurgreiða einnig sálfræðimeðferð fyrir sína starfsmenn. Hafðu samband við þitt stéttarfélag, þína hverfisfélagsþjónustu eða vinnustað til að fá frekari upplýsingar.
