Námskeið við streitu | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

STREITUSTJÓRNUN | NÁÐU TÖKUM Á STREITUNNI

Námskeið við streitu

Mín líðan býður upp á 5 tíma námskeið á netinu við streitu. Tímarnir innihalda fræðslu, æfingar, spurningalista og verkefnabók. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð. Þú lærir árangursríkar aðferðir til að draga úr streitu í daglegu lífi og auka vellíðan. Þér er kennt að minnka kröfur til þín, hætta að fresta hlutum og leyfa þér að slaka á. Markmiðið er að þú náir tökum á streitunni!

19.900 kr.

fyrir námskeiðið

11.150 kr./mán.

Í tvo mánuði.
Heildargreiðsla: 22.300 kr.

5 TÍMA NETNÁMSKEIÐ VIÐ STREITU

Hvernig er námskeiðið uppbyggt?

1. Fræðsla
Þú lærir hagnýtar aðferðir sem hjálpar þér að draga úr streitu og öðlast aukna hugarró.
  • Námskeiðið inniheldur 5 tíma
  • Hver tími tekur 30–60 mínútur í yfirferð
  • Námskeiðið er opið í 10 vikur frá kaupum
2. Æfingar
Þú gerir æfingar sem hjálpa þér að tileinka þér þær aðferðir sem farið er yfir í fræðslunni.
  • Þú gerir æfingarnar þegar þér hentar
3. Skilaboð
Sálfræðingur þinn er þér ávallt innan handar. Þú getur sent honum skilaboð til að fá þá aðstoð og þann stuðning sem hentar þér.
  • Skilaboðum er yfirleitt svarað samdægurs
  • Skilaboðin eru send á milli í skrifuðum texta
4. Spurningalistar
Þú svarar stöðluðum spurningalistum þrisvar sinnum yfir námskeiðið til að meta árangur þinn.
  • Í byrjun hvers tíma metur þú einnig þína líðan á bilinu 0-10 og fylgist með framvindunni
5. Verkefnabók
Í lok hvers tíma færðu aðgang að verkefnabók með efni tímans.

Hvernig er dregið úr streitu?

Námskeiðið hjálpar þér að:

Þekkja helstu einkenni streitu

Þú lærir hvað streita felur í sér og hvers vegna þú finnur fyrir henni í daglegu lífi.

Brjóta upp vítahring streitu

Þú lærir aðferðir sem hjálpa þér að brjóta upp þann vítahring sem þú ert í.

Breyta neikvæðum hugsunarhætti

Þú lærir að koma auga á óhjálplegar hugsanir og sjá þær út frá nýju sjónarhorni.

Breyta óhjálplegri hegðun

Þú lærir m.a. að hætta að fresta hlutum, gera minni kröfur til þín og lærir ýmsar slökunaraðferðir.

5 TÍMA NETNÁMSKEIÐ VIÐ STREITU

Náðu tökum á streitunni!

Þeir sem finna fyrir streitu eiga oft erfitt með að taka fyrsta skrefið. Oft veit fólk ekki hvernig það á að fara að því að draga úr streitunni. Námskeið á netinu við streitu er frábær kostur til að byrja að minnka streituna. Það skiptir ekki máli hvort þú finnir fyrir streitu i í ákveðnum aðstæðum eða almennt í daglegu lífi, námskeiðið getur verið þægileg leið til að stíga fyrsta skrefið í átt að betri líðan. Á námskeiðinu lærir þú að brjóta upp vítahring streitu sem felur m.a. í sér að gera minni kröfur til sín og gefa sér tíma til að slaka á. Markmiðið er að þú náir tökum á streitunni!