Stjórnendahandleiðsla | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er stjórnendahandleiðsla?

Stjórnendahandleiðsla

Mín líðan býður upp á sérsniðna stjórnendahandleiðslu sem hjálpar stjórnendum að þróa mikilvæga leiðtogahæfni, efla sjálfsþekkingu og bæta starfsanda innan teyma. Með því að nýta sálfræðilega þekkingu og reynslu, vinnum við með stjórnendum að því að takast á við áskoranir í forystu, auka árangur og bæta tengsl við samstarfsfólk.

Stjórnendahandleiðsla Mín líðan miðar að því að:

  • Styrkja sjálfstraust og ákvarðanatöku
  • Bæta samskipti, bæði innan og utan teymis
  • Auka skilning á teymisvinnu og virkri þátttöku
  • Takast á við streitu og álag sem getur fylgt stjórnunarhlutverki
  • Aðstoða með árangursríkar samningsviðræður og stuðla að góðum samskiptum
  • Styrkja færni í að leysa ágreining og viðhalda góðum samskiptum innan teymis

Hvort sem þú ert að takast á við nýjar áskoranir eða vilt einfaldlega þróa með þér stjórnendahæfni, er stjórnendahandleiðsla okkar sérsniðin að þínum þörfum. Mín líðan býður upp á einstaklingsmiðaða og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þínum markmiðum og áskorunum.

Hafðu samband til að hefja ferlið!

Við erum til staðar fyrir þitt fyrirtæki!

Fyrirtækjaþjónusta

Hjá Mín líðan er boðið upp á fyrirtækjaþjónustu sem felur í sér  sálfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.  Þjónustan er fjölþætt og felur í sér námskeið, fræðslu, staðlaðar netmeðferðir, sálfræðiviðtöl í gegnum netið auk stjórnendahandleiðslu. Settu andlega líðan þíns starfsfólks í forgang með því að bjóða upp á aðgengilega þjónustu!

Hafðu samband

Þarftu meiri upplýsingar um okkar þjónustu? Þú getur haft samband við starfsfólk Mín líðan með því að senda tölvupóst á minlidan@minlidan.is og við aðstoðum þig!