Hvað er sértæk fælni?
Sértæk fælni
Sértæki fælni (einnig þekkt sem fóbía í daglegu tali) felur í sér ótta við afmarkað fyrirbæri eða aðstæður (t.d. dýr, blóð, sprautur og háar byggingar). Fólk finnur fyrir mjög miklum kvíða þegar það er í návígi við það sem það óttast, þó það viti að óttinn er órökréttur. Fólk gerir oft ýmislegt til að forðast það sem það hræðist. Kvíðinn er ekki í samræmi við raunverulega hættu, hefur truflandi áhrif á daglegt líf og veldur verulegu uppnámi. Oft er talað um fimm gerðir sértækrar fælni:
- Dýrafælni: T.d. snákar, mýs, hundar, kettir, köngulær og skordýr.
- Náttúru- og umhverfisfælni: T.d. að vera í mikilli hæð, þrumuveður, illviðri, myrkur og vatn.
- Blóð-, sprautu- og slysafælni: T.d. að sjá blóð, fá sprautu, slasast, fara til læknis eða tannlæknis og fara á spítala.
- Aðstæðubundin fælni: T.d. flugvél, rúta, bíll, lest, lyfta, göng, brýr og fjölmennir staðir.
- Annars konar fælni: T.d. köfnun, æla, há hljóð og trúðar.