Prófkvíði | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er prófkvíði?

Prófkvíði

  • Hefur þú sleppt því að mæta í próf vegna kvíða?
  • Stendur þú þig verr á prófum en í verkefnum og finnst þú geta gert betur?

Það er mjög algengt að fólk finni fyrir streitu eða kvíða áður en farið er í próf. Hæfilegt magn streitu getur bætt frammistöðu okkar og hjálpað okkur að læra og leggja okkur fram. Stundum verður kvíðinn í þessum aðstæðum of mikill og byrjar að trufla lærdóminn og frammistöðu okkar. Þá er líklega um prófkvíða að ræða.

Prófkvíði felur í sér ótta við að mistakast þar sem próf eða mat fer fram. Prófkvíði getur leitt til þess að við eigum erfitt með að tileinka okkur námsefnið þegar við undirbúum okkur fyrir próf og getur einnig haft slæm áhrif á frammistöðu okkar í prófinu sjálfu. Þó að við höfum getu og þekkingu til að standa okkur vel í þessum aðstæðum verður kvíðinn það mikill að hann truflar frammistöðu okkar. Prófkvíði kemur fram á mismunandi hátt hjá fólki, bæði er mismunandi hvaða einkennum fólk finnur fyrir og hversu truflandi þau eru.

Algeng einkenni prófkvíða:

Neikvæðar hugsanir

Að eyða miklum tíma í að gagnrýna sjálfan sig, hafa efasemdir um sjálfa(n) sig og búast við því versta, t.d. "Ég mun falla. Ég er ekki nógu klár. Ég klúðra alltaf öllu."

Líkamleg einkenni

Til dæmis hiti í andliti, hraður hjartsláttur, skjálfti, sviti, magaverkur, erfiðleikar með andardrátt, svimi og vöðvaspenna.

Frestun og forðun

Að fresta því eða forðast endurtekið að læra. Að forðast að mæta í próf.

Neikvæðar tilfinningar

Ýmsar tilfinningar sem geta valdið fólki óþægindum, t.d. streita, depurð, vonleysi, pirringur, reiði og kvíði.

Hugræn einkenni

Erfiðleikar með einbeitingu, minniserfiðleikar, að finnast hugurinn tæmast í prófum.

 

 

VILTU RÆÐA VIÐ SÁLFRÆÐING AUGLITI TIL AUGLITIS?

Sálfræðiviðtöl á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að vinna með prófkvíða með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum þunglyndis, kvíða (t.d. félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), lágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum kvíða. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við einkennum kvíða.

Í sálfræðiviðtölum hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring prófkvíða, skoðað er hvaða þættir viðhalda honum og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Bókaðu fyrsta sálfræðiviðtalið strax í dag

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.