Fullkomnunarárátta | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er fullkomnunaráratta?

Fullkomnunarárátta

Fullkomnunarárátta snýst um óraunhæfar kröfur um frammistöðu og einkennist af þörfinni að vera eða virðast fullkominn. Við getum bæði gert miklar kröfur til okkar og annarra. Sjálfsvirði okkar er háð þessum óraunhæfu kröfum og þegar frammistaðan er ekki í samræmi við kröfurnar gagnrýnum við okkur og verðum fyrir vonbrigðum. Þrátt fyrir að kröfurnar hafi neikvæðar afleiðingar höldum við áfram að reyna að standast þær. Þrátt fyrir að fullkomnunarárátta sé ekki flokkuð sem geðröskun getur hún verið fylgikvilli.

Við getum talið fullkomnunaráráttu vera hjálplega þar sem okkur finnst hún oft hvetja okkur áfram og leiða til þess að við stöndum okkur vel. Fullkomnunarárátta getur svo sannarlega gert það, en hún getur einnig haft slæm áhrif á frammistöðu okkar. Hún getur valdið okkur mikilli streitu, leitt til þess að við verðum óánægð með okkur þegar við stöndumst ekki kröfurnar og látið okkur líða eins og við séum misheppnuð eða ekki nógu góð. Hún getur valdið því að okkur finnst við aldrei standa okkur nógu vel og eigum erfitt með að njóta þegar okkur gengur vel og gerum enn meiri kröfur til okkar. Þar af leiðandi getur fullkomnunarárátta haft slæm áhrif á andlega heilsu okkar og leitt til gremju í eigin garð, áhyggna, depurðar og kvíða.

Fullkomnunarárátta getur verið sértæk og átt við ákveðnar aðstæður (t.d. vinnu) eða almenn og átt við flestar aðstæður (t.d. vinnu, nám, samskipti, mataræði, heimilisverk, sjálfsumhirðu, heilsu og hreyfingu).

Algeng einkenni fullkomnunaráráttu:

Óraunhæfar kröfur

Að gera of miklar kröfur til sín sem ómögulegt er að standast.

Frestun

Að fresta endurtekið að framkvæma hluti þar sem okkur getur mistekist.

Sjálfsgagnrýni

Að gagnrýna sjálfan sig á ósanngjarnan hátt þegar maður nær ekki að standast eigin kröfur.

Hræðsla við mistök

Að mega ekki gera mistök og gerum allt til að koma í veg fyrir það.

Lágt sjálfsmat

Að efast um sjálfan sig og hafa litla trú á sjálfum sér. Að upplifa að maður sé ekki nógu góður.

Kvíði

Að finna fyrir líkamlegum einkennum, t.d. örum hjartslætti, hraðari öndun, svita, svima, vöðvaspennu og skjálfta. Eða hugrænum einkennum, t.d. að hugurinn tæmist, geta ekki einbeitt sér og enga stjórn á hugsunum.

Þunglyndi

Að verða dapur, niðurdreginn eða vonlaus. Að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og þreytu eða orkuleysi.

 

 

VILTU RÆÐA VIÐ SÁLFRÆÐING AUGLITI TIL AUGLITIS?

Sálfræðiviðtöl á netinu

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að vinna með fullkomnunaráráttu með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. einkennum þunglyndis, kvíða (t.d. félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), lágu sjálfsmati og áfallastreitu. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum fullkomnunaráráttu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við flestum gerðum sálræns vanda.

Í sálfræðiviðtölum hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring fullkomnunaráráttu, skoðað er hvaða þættir viðhalda honum og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Bókaðu fyrsta sálfræðiviðtalið strax í dag

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.