Hvað er fæðingarþunglyndi?
Fæðingarþunglyndi
Fæðingarþunglyndi er skilgreint sem þunglyndi eftir fæðingu barns. Það kemur ekki aðeins fram hjá mæðrum, fæðingarþunglyndi feðra er einnig þekkt. Talið er að um 10-15% kvenna finni fyrir fæðingarþunglyndi og er það því frekar algengt. Í daglegu tali er talað um "fæðingarþunglyndi" en réttast væri að tala um þunglyndi eftir fæðingu.
Breytingar geta orðið á andlegri líðan eftir fæðingu og er eðlilegt að konur upplifi sængurkvennagrátur. Sængurkvennagrátur einkennist m.a. af tilfinningum eins og depurð, kvíða og pirringi. Önnur einkenni fela í sér grátköst, svefnleysi og erfiðleika með einbeitingu. Yfirleitt kemur sængurkvennagrátur fram 2-3 dögum eftir fæðingu og stendur yfir í hámark tvær vikur. Ef einkennin eru til staðar í meira en tvær vikur er ástæða til að skoða hvort um þunglyndi eftir fæðingu sé að ræða, en mörkin á milli geta verið óljós.
Fæðingarþunglyndi getur komið fram hvenær sem er á fyrsta árinu eftir fæðingu barns. Einkenni þunglyndis eftir fæðingu geta verið þau sömu og þegar um sængurkvennagrát er að ræða, en teljast alvarlegri og vara líka lengur. Einkenni fæðingarþunglyndis sem mæður finna fyrir frekar en aðrar konur sem eru með þunglyndi eru: