Hvað er árátta og þráhyggja?
Árátta og þráhyggja
Þráhyggja felur í sér áleitnar og óboðnar hugsanir, hvatir eða ímyndir sem valda kvíða. Þessar óþægilegu hugsanir geta snúist um margt en algengt er að þær snúist um smit (t.d. að koma við eitthvað sem gæti valdið smiti), efasemdir (t.d. hvort slökkt sé á eldavél), ofbeldisfullar hugsanir (t.d. að skaða einhvern) eða kynferðislegar hugsanir (t.d. sjá eitthvað klámfengið fyrir sér). Oft skammast fólk sín fyrir þessar hugsanir og hræðist að aðrir áliti sig skrýtið. Þessar hugsanir eru ekki í samræmi við raunverulegar skoðanir (t.d. foreldri sem sér fyrir sér að meiða barnið sitt) en margir telja þessar hugsanir endurspegla hvað þeim langar að gera í raun og veru. Það er eðlilegt að fá skrýtnar og óboðnar hugsanir í hugann, en þeir sem eru með þráhyggju og áráttu telja þessar hugsanir óeðlilegar og að það sé eitthvað að þeim fyrir að fá þær upp í hugann.
Fólk bregst oft við með áráttu, þ.e. telur sig þurfa að endurtaka ákveðnar athafnir til að draga úr kvíða og koma í veg fyrir þá hættu sem það telur stafa af þessum hugsunum (t.d. raða hlutum, þvo sér í sífellu, telja í huganum eða endurtaka orð og setningar). Dæmi um það eru áhyggjur af því að því að smitast af einhverju (þráhyggja) og þvo sér endurtekið til að koma í veg fyrir smit (árátta). Oftast er fólk meðvitað um að áráttan og þráhyggjan eru órökréttar en á erfitt með að stoppa sig af.