Áfallastreita og áfallastreituröskun | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Hvað er áfallastreita?

Áfallastreita

Áfallastreita er vanlíðan í kjölfar erfiðrar lífsreynslu eða alvarlegs áfalls. Lífi eða velferð fólks hefur verið ógnað eða það orðið vitni að því að einhver annar hefur lent í slíku. Áföll geta verið af ýmsu tagi en dæmi um áföll eru alvarleg slys, kynferðisofbeldi, náttúruhamfarir og líkamsmeiðingar.

Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg líkamleg, hugræn og tilfinningaleg viðbrögð heilbrigðs fólks við áföllum. Þau felast í því að fólk endurupplifir áfallið á einhvern hátt (t.d. fær martraðir eða sér atburðinn fyrir sér). Fólk reynir að forðast allt sem minnir það á eða tengist áfallinu (t.d. staði, athafnir, hugsanir og tilfinningar) og fer yfirleitt í uppnám ef eitthvað minnir það á áfallið. Breytingar verða á fólki, það getur orðið ómannblendið, áhugalaust og átt erfitt með að finna fyrir jákvæðum tilfinningum. Það getur fundið fyrir líkamlegri spennu, svefntruflunum, erfiðleikum með einbeitingu, pirringi, reiði, sektarkennd, sjálfsásökunum, fundist það sífellt þurfa að vera á varðbergi og brugðið auðveldlega.

Styrkur áfallastreituviðbragða fer eftir eðli og upplifun áfallsins. Eðlilegt er að finna fyrir þessum viðbrögðum í u.þ.b. mánuð eftir áfall, en ef einkennin eru til staðar svo mánuðum skiptir getur verið um áfallastreituröskun að ræða og þá getur fólk þurft að leita sér aðstoðar við þeim.

Dragðu úr áfallastreitu með aðstoð sálfræðings

Hvernig getum við hjálpað þér?

Hjá Mín líðan getur þú fengið aðstoð við að draga úr einkennum áfallastreitu með fjarviðtölum. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, t.d. áfallastreitu, einkennum kvíða (t.d. félagskvíða, almenns kvíða, ofsakvíða og heilsukvíða), einkennum þunglyndis og lágu sjálfsmati. Flest stéttarfélög og margir vinnuveitendur niðurgreiða sálfræðikostnað.

Sálfræðingar Mín líðan nota aðeins gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar við að draga úr einkennum áfallastreitu. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarúrræði við flestum gerðum sálræns vanda.

Í sálfræðimeðferð hjá Mín líðan er byrjað á að fara yfir og kortleggja vítahring áfallastreitu, skoðað er hvaða þættir viðhalda henni og vítahringurinn brotinn upp með hjálplegum, gagnreyndum aðferðum.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Hvernig bóka ég fjarviðtal?

Veldu sálfræðing

Þú velur sálfræðing sem þú vilt hefja meðferð hjá. Hjá Mín líðan starfa reyndir sálfræðingar sem veita þér persónulega og góða þjónustu.

Bókaðu tíma

Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig. Þinn sálfræðingur hefur samband við þig og þið finnið tíma fyrir fjarviðtal.

Mættu í fjarviðtal

Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og byrjar fjarviðtalið með þínum sálfræðingi.