Glímir barnið þitt við svefnvanda?
Svefnráðgjöf í gegnum netið
Mín líðan býður upp á svefnráðgjöf fyrir foreldra barna á aldrinum 0-7 ára. Svefnráðgjöfin fer fram með fjarviðtölum, þ.e. þú átt samskipti við svefnráðgjafa augliti til auglitis í gegnum netið. Svefnráðgjafi Mín líðan hefur víðtæka reynslu af því að vinna með svefnvanda ungra barna með og án þroskafrávika sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin, vakna á nóttunni, vakna of snemma á morgnana eða vilja ekki fara í háttinn. Svefnráðgjafi Mín líðan veitir þér góða og persónulega þjónustu. Markmið okkar er aukið aðgengi að svefnráðgjöf með því að bjóða upp á úrræði sem hægt er að nýta sér hvar og hvenær sem er.
Óskaðu eftir viðtali
Þú byrjar á því að óska eftir tíma í svefnráðgjöf með því að ýta á græna hnappinn. Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig.
Bókaðu viðtal
Svefnráðgjafinn hefur samband við þig í gegnum tölvupóst og þið finnið tíma fyrir fyrsta viðtalið í svefnráðgjöf.
Mættu í viðtal
Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og hefur fjarviðtalið með þínum svefnráðgjafa.
Svefnráðgjöf fyrir börn
Hvað er svefnráðgjöf?
Rakel svefnráðgjafi sér um svefnráðgjöf fyrir börn hjá Mín líðan. Hún hlustar á þarfir þínar og barnsins og veitir þér persónulega þjónustu. Svefnvandi barna eru nokkuð algengur og hefur áhrif á allt að 20% barna á fyrstu árunum. Svefnvandi barna getur haft mikil áhrif á líðan þeirra og getu til að læra nýja hluti. Jafnframt hefur svefnvandi barna áhrif á svefn og líðan foreldra og getu þeirra til að takast á við verkefni og skyldur í dagsins önn.
HVAÐ ERU FJARVIÐTÖL?
Myndfundir við svefnráðgjafa
Í fjarviðtölum færðu hefðbundna svefnráðgjöf í gegnum netið þar sem þú átt samskipti við svefnráðgjafa augliti til auglitis.
Þú færð aðstoð við hvers konar svefnvanda barnsins þíns, hvort sem það á erfitt með að sofna á kvöldin, vaknar á nóttunni, vaknar of snemma á morgnana eða vill ekki fara í háttinn.
HVAÐ KOSTAR FJARVIÐTAL?
Kostnaður við svefnráðgjöf
Matsviðtal í svefnráðgjöf kostar 17.000 kr. (60 mín). Annað viðtalið kostar kostar 17.000 kr. (60 mín), það þriðja kostar 10.000 kr. (30 mín) og hver stöðufundur eftir það 5.000 kr. (15 mín).
Ekki er nauðsynlegt að skuldbinda sig í þrjú viðtöl en þó eru mestar líkur á árangri með því móti. Mismunandi er hversu mörg fjarviðtöl hver og einn þarf.
ERU FJARVIÐTÖL ÖRUGG?
Öruggur hugbúnaður fyrir fjarviðtöl
Kara Connect er öruggur hugbúnaður sem notaður er fyrir fjarviðtöl. Þar er unnt að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ítrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga.
Gögnin þín eru örugg og hýst á öruggu svæði. Öll samskipti við sálfræðing eru dulkóðuð með öruggum hætti. Kara starfar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að
Algengar spurningar um svefnráðgjöf
-
Svefnráðgjöf er ráðgjöf til foreldra varðandi svefn barna. Ráðgjöfin byggir á upplýsingum sem foreldrar veita, gagnaöflun um svefninn og gagnreyndum aðferðum um hvað virkar til að bæta svefn. Ekki er þörf á svefnráðgjöf nema foreldrar upplifi svefn barn síns sem vandamál eða svefnmynstrið hefur neikvæð áhrif á líðan og hegðun barnsins eða foreldranna. Sem dæmi má nefna að hjá sumum fjölskyldum er vandamál þegar barnið kemur alltaf upp í, því bæði barn og foreldrar sofa verr en hjá öðrum fjölskyldum hefur þetta ekki áhrif á gæði svefns og öll í fjölskyldunni sátt með fyrirkomulagið. Því er aðeins veitt ráðgjöf varðandi það sem fjölskyldan vill breyta og upplifir sem vanda. Í ráðgjöfinni eru aðeins notaðar aðferðir sem fjölskyldan er sátt með og vellíðan barnsins höfð í fyrirrúmi.
-
Fjarviðtöl eru hefbundin viðtöl í gegnum netið, sem fara fram með öruggum hætti. Þau eru eins og viðtöl við svefnráðgjafa á staðinum, eini munurinn er að þú átt samskipti við þinn svefnráðgjafa í gegnum netið. Í fjarviðtölum getur þú fengið aðstoð við hvers konar svefnvanda barna á aldrinum 0-7 ára.
-
Þú ýtir á 'Óska eftir viðtali' hér fyrir ofan. Þá getur þú lesið nánar um Rakel, svefnráðgjafa Mín líðan. Þú ýtir á 'Bóka tíma' hjá Rakeli og flyst þá yfir á síðu Kara Connect, sem er hugbúnaðurinn sem notaður er fyrir fjarviðtölin. Þar ýtir þú á 'Óska eftir þjónustu' og skráir grunnupplýsingarnar þínar. Þér verður boðinn tími í gegnum tölvupóst sem þú getur samþykkt eða hafnað.
-
1) Verð fyrir viðtal nr. 1 (1 klst): 17.000kr. Verð fyrir viðtal nr. 2 (1 klst): 17.000kr. Verð fyrir viðtal nr. 3 (30 mín): 10.000 kr. Hver auka stöðufundur (15 mín): 5.000kr. Ekki er nauðsynlegt að skuldbinda sig í þrjú viðtöl en þó eru mestar líkur á árangri með því móti. 2) Áður en þú mætir í viðtal hjá svefnráðgjafa ertu beðin(n) um að fylla inn kortaupplýsingar á heimasvæði Kara Connect. Greiðsla fyrir viðtalið er dregin af kortinu að því loknu. Hægt er að fá greiðslukvittun á heimasvæði Kara Connect. 3) Svefnráðgjöf fellur ekki undir almenna sálfræðiþjónustu og er því ekki niðurgreidd af stéttarfélögum.
-
Í fyrsta viðtali fær atferlisfræðingur upplýsingar hjá foreldrum um svefnvandann og fyllir út í matslista um eðli svefnvandans. Foreldrar fá jafnframt kynningu á svefndagbók sem þeir fylla út í. Í kjölfar fyrsta viðtals undirbýr atferlisfræðingur einstaklingsmiðaða íhlutun til að takast á við vandann. Mælt er með að koma í að minnsta kosti þrjú viðtöl. Í öðru viðtali fá foreldrar kynningu á þeim leiðum sem hægt er að nota til að takast á við svefnvandann og fá kennslu í noktun þeirra skref fyrir skref. Í þriðja viðtali er stöðufundur til að skoða hvernig áhrif breytingarnar hafa á svefninn og endurskoðun á íhlutun ef þörf er á.
-
Nauðsynlegt er að afbóka fjarviðtal daginn áður til að komast hjá gjaldtöku. Ef afbókað er eftir kl. 16 daginn fyrir viðtalið er rukkað fullt gjald. Einnig er rukkað fullt gjald fyrir fjarviðtöl sem ekki er mætt í. Þú getur afbókað viðtal með því að senda tölvupóst á rakel@minlidan.is.
-
1) Já. Mín líðan notar Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara er öruggur hugbúnaður þar sem unnt er að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ítrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga. 2) Enginn hefur aðgang að gögnum um þig nema þú og þinn svefnráðgjafi.
-
Hægt er að hala niður Kara Connect appinu (til í Play Store eða App store) og mæta þar í myndfund. Best er að nota Google Chrome, nema ef notaður er iphone/ipad, þá er mælt með að nota Safari.