Faglegur stuðningur við einstaklinga, pör og fjölskyldur
Fjölskylduráðgjöf í gegnum netið
Mín líðan býður upp á þjónustu fjölskylduráðgjafa. Það felur í sér hjóna- og pararáðgjöf og ráðgjöf fyrir foreldra og fjölskyldur vegna tengsla- og samskiptavanda. Góð tengsl og samskipti geta verið forvörn fyrir einstaklinga, börn og unglinga, m.a. gegn kvíða, þunglyndi, depurð, vímuefnavanda, kulnun og einmanaleika. Með persónulegri og faglegri nálgun hjálpar fjölskylduráðgjafi Mín líðan fólki að vinna úr erfiðum samskiptum í öruggu umhverfi og þróa heilbrigðari og uppbyggilegri tengsl sín á milli.
Óskaðu eftir viðtali
Þú byrjar á því að óska eftir tíma í fjölskylduráðgjöf með því að ýta á græna hnappinn. Þú nýskráir þig og fyllir út upplýsingar um þig.
Bókaðu viðtal
Fjölskylduráðgjafinn hefur samband við þig í gegnum tölvupóst og þið finnið tíma fyrir fyrsta viðtalið.
Mættu í viðtal
Þú skráir þig inn á heimasvæðið þegar viðtalið er að hefjast, ferð í myndfundakerfið og hefur fjarviðtalið með þínum fjölskylduráðgjafa.
Fjölskylduráðgjöf fyrir alla
Hvað er fjölskylduráðgjöf?
Fjölskylduráðgjöf felur í sér að vinna með einstaklinga, pör og fjölskyldur með því markmiði að auka samskiptahæfni, leysa úr ágreiningi og styrkja sambönd. Guðrún fjölskyldufræðingur sér um fjölskylduráðgjöf og fjölskyldumeðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur hjá Mín líðan. Hún hlustar á þarfir hvers og eins og veitir persónulega og faglega þjónustu.
HVAÐ ERU FJARVIÐTÖL?
Myndfundir við fjölskylduráðgjafa
Í fjarviðtölum færðu hefðbundna fjölskylduráðgjöf í gegnum netið þar sem þú átt samskipti við fjölskylduráðgjafa augliti til auglitis.
Fjölskylduráðgjöf felur í sér hjóna- og pararáðgjöf og ráðgjöf fyrir foreldra og fjölskyldur vegna tengsla- og samskiptavanda. Góð tengsl og samskipti geta verið forvörn fyrir einstaklinga, börn og unglinga.
HVAÐ KOSTAR FJARVIÐTAL?
Kostnaður við fjölskylduráðgjöf
Eitt fjarviðtal er 50 mínútur og kostar 20.000 kr. (auk 1,5-2% þjónustugjalds frá Kara Connect). Mismunandi er hversu mörg fjarviðtöl hver og einn þarf.
ERU FJARVIÐTÖL ÖRUGG?
Öruggur hugbúnaður fyrir fjarviðtöl
Kara Connect er öruggur hugbúnaður sem notaður er fyrir fjarviðtöl. Þar er unnt að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ítrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga.
Gögnin þín eru örugg og hýst á öruggu svæði. Öll samskipti við sálfræðing eru dulkóðuð með öruggum hætti. Kara starfar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að
Algengar spurningar um fjölskylduráðgjöf
-
Fjölskylduráðgjöf felur í sér að vinna með einstaklinga, pör og fjölskyldur með því markmiði að auka samskiptahæfni, leysa úr ágreiningi og styrkja sambönd.
-
Fjarviðtöl eru hefbundin viðtöl í gegnum netið, sem fara fram með öruggum hætti. Þau eru eins og viðtöl við fjölskylduráðgjafa á staðinum, eini munurinn er að þú átt samskipti við þinn fjölskylduráðgjafa í gegnum netið.
-
Þú ýtir á 'Óska eftir viðtali' hér fyrir ofan. Þá getur þú lesið nánar um Guðrúnu, fjölskylduráðgjafa Mín líðan. Þú ýtir á 'Bóka tíma' hjá Guðrúnu og flyst þá yfir á síðu Kara Connect, sem er hugbúnaðurinn sem notaður er fyrir fjarviðtölin. Þar ýtir þú á 'Óska eftir þjónustu' og skráir grunnupplýsingarnar þínar. Þér verður boðinn tími í gegnum tölvupóst sem þú getur samþykkt eða hafnað.
-
1) Verð fyrir eitt fjarviðtal kostar 20.000 kr. og er 50 mínútur. 2) Áður en þú mætir í viðtal hjá fjölskylduráðgjafa ertu beðin(n) um að fylla inn kortaupplýsingar á heimasvæði Kara Connect. Greiðsla fyrir viðtalið er dregin af kortinu að því loknu. Hægt er að fá greiðslukvittun á heimasvæði Kara Connect. 3) Fjölskylduráðgjöf er ekki niðurgreidd af öllum stéttarfélögum. Athugaðu rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.
-
Nauðsynlegt er að afbóka fjarviðtal daginn áður til að komast hjá gjaldtöku. Ef afbókað er eftir kl. 16 daginn fyrir viðtalið er rukkað fullt gjald. Einnig er rukkað fullt gjald fyrir fjarviðtöl sem ekki er mætt í. Þú getur afbókað viðtal með því að senda tölvupóst á gudrunj@minlidan.is.
-
1) Já. Mín líðan notar Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara er öruggur hugbúnaður þar sem unnt er að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara fylgir ítrustu öryggiskröfum persónuverndar varðandi persónuupplýsingar og gögn um skjólstæðinga. 2) Enginn hefur aðgang að gögnum um þig nema þú og þinn fjölskylduráðgjafi.
-
Hægt er að hala niður Kara Connect appinu (til í Play Store eða App store) og mæta þar í myndfund. Best er að nota Google Chrome, nema ef notaður er iphone/ipad, þá er mælt með að nota Safari.