Sálfræðingur | Mín líðan | Sálfræðiþjónusta á netinu

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan

Sálfræðiþjónusta á netinu!

Mín líðan veitir alhliða sálfræðiþjónustu á netinu: 10 tíma staðlaðaðar sálfræðimeðferðir með skriflegum samskiptum, fjarviðtöl sem eru hefðbundin sálfræðiviðtöl í gegnum netið og 5 tíma netnámskeið við streitu. Einnig býður Mín líðan upp á sálfræðiþjónustu fyrir fyrirtæki.

Svaraðu spurningalistanum

Hvaða meðferð hentar þér?

Svaraðu nokkrum einföldum spurningum og athugaðu hvort að stöðluð sálfræðimeðferð á netinu henti þér!

10 tíma STÖÐLUÐ SÁLFRÆÐIMEÐFERÐ

Hvernig virkar 10 tíma sálfræðimeðferð á netinu?

1. Fræðsla
Þú lærir hagnýtar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem hjálpa þér að bæta andlega líðan og auka sjálfstraust þitt!
  • Hver tími tekur 30–60 mínútur í yfirferð
  • Meðferðin er opin í 14 vikur frá kaupum
2. Verkefni og æfingar
Þú gerir verkefni og æfingar sem hjálpa þér að tileinka þér þær aðferðir sem farið er yfir í fræðslunni.
  • Gagnvirkar æfingar
  • Endurgjöf frá sálfræðingi á verkefni innan 1-3 virkra daga
  • Skrifleg samskipti við sálfræðing
3. Skilaboð til sálfræðings
Sálfræðingur þinn er ávallt innan handar. Þú getur sent honum skilaboð hvenær sem er og fengið aðstoð og stuðning sem hentar þér.
  • Skilaboðum er yfirleitt svarað samdægurs
  • Skilaboð eru send á milli í skrifuðum texta
4. Spurningalistar
Þú svarar stöðluðum spurningalistum þrisvar sinnum yfir meðferðina til að meta árangur þinn í meðferðinni.
  • Í byrjun hvers tíma metur þú líðan þína frá 0-10 og fylgist með framvindunni
5. Verkefnabók
Í lok hvers tíma færðu aðgang að verkefnabók með efni tímans.
  • Þú hefur aðgang að verkefnabókinni eftir að áskriftartímanum lýkur

HVAÐ SEGJA SKJÓLSTÆÐINGAR MÍN LÍÐAN?

Umsagnir skjólstæðinga

Þakklát fyrir hjálpina

„Ég er innilega þakklát fyrir hjálpina sem ég hef fengið við þunglyndinu mínu, skilningurinn á líðaninni, hjálpin við að komast á fætur, fara að gera hluti sem virtust óyfirstíganlegir, ómetanlegt. Ég mæli hiklaust með þessari meðferð og hjálpaði mér rosalega mikið að gera þetta heima, á mínum tíma og hraða og þurfa ekki að hitta neinn en samt fá alla þessa hjálp."

  • 55 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Hefur minnkað kvíðann

„Ég mæli með meðferðinni hjá Mín líðan. Hún er mun ódýrari en að fara til sálfræðings á stofu og virkar alveg jafn vel. Ég gat unnið þetta á mínum hraða og þegar mér hentaði. Þetta hefur minnkað kvíðann hjá mér í samskiptum og gefið mér verkfæri til að vinna áfram í sjálfri mér."

  • 39 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Ég lít allt öðrum augum á mig sjálfan

„Ég lít allt öðrum augum á mig sjálfan eftir meðferðina. Sé margs konar jákvæða eiginleika sem ég sá ekki áður, samskiptin mín við þau sem skipta mér mestu máli eru jákvæðari og finnst ég vera tilbúinn að takast á við aðstæður sem mér fannst mjög ógnandi eða óþæginlegar áður."

  • 22 ára karl
    meðferð við lágu sjálfsmati
Fór fram úr væntingum mínum

„Meðferðin hjá Mín líðan fór fram úr væntingum mínum. Fyrst var ég frekar svartsýnn á að fara í meðferð "bara á netinu" en ekki tala við neinn í persónu. En þegar meðferðin byrjaði þá fannst mér ég geta opnað mig meira því ég var ekki beint fyrir framan ókunnuga manneskju."

  • 38 ára kynsegin
    meðferð við þunglyndi
Ég mæli eindregið með þessari meðferð

„Ég hef mikið nýtt mér efnið sem ég lærði í meðferðinni og er farin að takast á við þætti sem ég gerði ekki áður, t.d. tala á fundum, fara í bíó og sund. Ég mæli eindregið með þessari meðferð, þetta er nokkur vinna en vel þess virði."

  • 57 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Aldrei náð jafn miklum árangri á stuttum tíma

„Í byrjun var ég efins um að sálfræðimeðferð á netinu myndi henta mér. Ég hafði áður farið í sálfræðitíma og var ekki viss hvort að verkefni á netinu myndu skila sama árangri. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég áttaði mig á að ég hef aldrei náð jafn miklum árangri á stuttum tíma."

  • 22 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Gaf mér tæki og tól

„Þessi meðferð gaf mér öll þau tæki og tól sem ég þarf til þess að halda áfram að bæta andlega líðan.“

  • 34 ára karl
    meðferð við félagskvíða
Gagnast mér út lífið

„Finn fyrir vellíðan sem ég hef aldrei fundið áður eftir þessa meðferð og aðferðirnar sem ég lærði munu gagnast mér út lífið.“

  • 40 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Líður 100x betur

„Mér líður 100x betur og ég mun aldrei gleyma framförunum mínum! Ég get talað við hvern sem er og er ekki hrædd við að vera ég sjálf lengur.“

  • 21 árs kona
    meðferð við félagskvíða
Gagnleg og uppbyggileg meðferð

„Mjög gagnleg og uppbyggileg meðferð. Gaf mér verkfæri til að breyta neikvæðum hugsunum og viðhorfum á jákvæðan hátt í leit að betri líðan.“

  • 56 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Persónuleg þjónusta

„Ég mæli hiklaust með Mín líðan. Þessi meðferð hefur hjálpað mér gríðarlega mikið. Góð og persónuleg þjónusta."

  • 41 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Opnaði augu mín fyrir því hvað kvíði er

„Þessi meðferð opnaði augu mín fyrir því hvað kvíði er og hvernig best er að takast á við hann. Ný sýn á aðstæður og möguleikar á hvað hægt er að gera er það sem maður lærir."

  • 57 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Vel uppsett

„Þú tapar ekkert á meðferðinni. Hún er vel og mannlega uppsett. Af hverju ekki að reyna að láta sér líða betur?"

  • 21 árs kona
    meðferð við þunglyndi
Bjargaði lífi mínu

„Meðferðin hjá Mín líðan bjargaði lífi mínu. Frábær og persónuleg þjónusta sem sálfræðingarnir gefa sér tíma í að fara yfir svör og vangaveltur sjúklinga. Ég mæli hiklaust með þessari þjónustu."

  • 26 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Sérð ekki eftir því

„Þú sérð ekki eftir því að prófa þessa meðferð."

  • 69 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Öðlast betri líðan

„Ég hafði ekki mikla trú á þessari meðferð, en að henni lokinni tileinkaði ég mér annað viðhorf og hef fengið hjálp með þunglyndið og öðlast betri líðan."

  • 48 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Frábær meðferð

„Frábær meðferð fyrir þá sem að þurfa á að halda!"

  • 48 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Mun nýta mér alla mína ævi

„Ég hef lært aðferðir sem ég mun nýta mér alla mína ævi."

  • 27 ára karl
    meðferð við þunglyndi
Góð lausn

„Ef þú veist ekki hvar þú átt að byrja, þá er þetta góð lausn."

  • 24 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Mæli tvímælalaust með þessari meðferð

„Mæli tvímælalaust með þessari meðferð. Það er svo gott að koma auga á hugsanaskekkjur og læra aðferðir til að breyta þeim til hins betra."

  • 40 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Sýndi mér að horfa á hugsanir sem skoðanir

„Meðferðin sýndi mér skýrt hvernig hugsanir mínar, tilfinningar og líðan eru tengd og hvernig ég á að horfa á hugsanir mínar sem skoðanir en ekki eitthvað sem býr í mér."

  • 26 ára karl
    meðferð við þunglyndi
Veitti mér tæki og tól

„Meðferðin veitti mér þau tæki og tól til þess að takast á við félagskvíða."

  • 26 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Hjálpaði mér að takast á við slæmar hugsanir

„Tók námskeiðið í lágu sjálfsmati og það hefur hjálpað mér heilmikið að takast á við slæmar hugsanir og andlega vanlíðan. Mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda varðandi það að vinna í lágu „sjálfsmati."

  • 54 ára kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Þjálfaði mig í að takast á við hugsanir

„Meðferðin breytti ýmsu hjá mér. Hún hjálpaði mér að koma auga á hvað var að valda mér vanlíðan og þjálfaði mig í að takast á við neikvæðar hugsanir."

  • 32 ára karl
    meðferð við lágu sjálfsmati
Kom mér á óvart

„Kom mér á óvart hversu hjálpleg meðferðin er. Hentaði mér mjög vel að geta unnið æfingar og gert verkefnin þegar mér hentaði."

  • 50 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Viðhalda betri líðan

„Ég tel að Mín líðan hafi aðstoðað mig við að kenna mér að nýta þau tól sem við búum yfir til að líða betur og viðhalda betri líðan."

  • 30 ára karl
    meðferð við þunglyndi
Frábær meðferð

„Frábær meðferð sem gaf mér verkfærin til að vinna í sjálfri mér og byggja upp sjálfstraustið mitt."

  • 25 ára kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Hjálpaði mér að öðlast gleði mína aftur

„Þetta hjálpaði mér að öðlast gleði mína aftur, verða jákvæðari og hef mun meira sjálfstraust og nota jákvætt sjálfstal daglega og ég fékk sjálfstraustið til að byrja að hjálpa öðrum og byrja aftur í námi."

  • 43 ára kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Góður stuðningur frá sálfræðingi

„Ég fór inn í meðferðina eftir ábendingu frá heimilislækni. Ég hafði engar væntingar til meðferðarinnar en eftir að hafa klárað 10 tíma og sé muninn á sjálfri mér þá get ég með sanni sagt að hún fór fram úr væntingum. Það er góður stuðningur frá sálfræðingi sem gefur góða og styðjandi endurgjöf við hvert verkefni sem skilað er inn."

  • 35 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Opnaði huga minn að betri líðan

„Hjálpaði mér að læra hvað kvíði er í raun og veru og opnaði huga minn bókstaflega að betri líðan."

  • 31 árs kona
    meðferð við félagskvíða
Hefur hjálpað mér mikið

„Þessi meðferð við kvíða hefur hjálpað mér mikið bæði í að skilja hvað ég er að berjast við og líka að finna hjálpartæki í baráttunni við kvíða."

  • 39 ára karl
    meðferð við kvíða
Kemur á óvart hversu persónuleg meðferðin er

„Þau hjá Mín Líðan eru skjót að svara öllum spurningum og alltaf tilbúin til þess að aðstoða. Kemur á óvart hversu persónuleg meðferðin er þó að hún sé rafræn og einungis í með texta."

  • 21 ára kona
    meðferð við kvíða
Mæli með Mín líðan

„Þessi meðferð kemur sér vel fyrir fólk sem á erfitt með að vera í hóptímum og eiga erfitt með að tjá sig með töluðum orðum. Mæli með Mín líðan."

  • 41 árs kona
    meðferð við kvíða
Lærir einfaldar aðferðir

„Þetta er mikil og krefjandi sjálfsvinna en maður lærir einfaldar aðferðir sem er hægt að nota í hvaða aðstæðum sem er."

  • 31 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Fór fram úr væntingum

„Myndi mæla mjög með, fór fram úr væntingum hjá mér :)"

  • 27 ára karl
    meðferð við lágu sjálfsmati
Skilvirkar aðferðir

„Þessi meðferð hefur hjálpað mér mikið, skilvirkar aðferðir sem hjálpa til við að vinna bug á neikvæðum hugsunum og stuðla að betri líðan."

  • 50 ára karl
    meðferð við lágu sjálfsmati
Mér líður mun betur

„Ef þú ert að hugsa þig um þá skaltu skrá þig í meðferðina Lágt sjálfsmat - Mér líður mun betur og ætla að skrá mig í aðra meðferð. Mikil hjálp hér, einfalt, þægilegt og gott að leita til fagaðilana."

  • 55 ára kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Mæli með þessu fyrir alla

„Þetta er einfalt og auðskilið ferli til að takast á við kvíða. Þú færð út úr þessu það sem þú setur í verkefnið. Mæli með þessu fyrir alla sem vilja aðeins taka til í sér og láta sér líða betur."

  • 40 ára karl
    meðferð við kvíða
Meðferðin var góð

„Meðferðin var góð sem fyrsta skref í átt að betri líðan, og gæti eflaust hjálpað mörgum sem glíma við kvíða."

  • 24 ára kona
    meðferð við kvíða
Fagmannlega staðið að öllu

„Mæli hiklaust með meðferð hjá Mín líðan. Fagmannlega staðið að öllu, spurningum svarað fljótt og sömuleiðis endurgjöf eftir hvern tíma. Gott að geta unnið í sjálfum sér á sínum hraða og í því umhverfi sem manni líður best í. Takk fyrir mig."

  • 56 ára kona
    meðferð við kvíða
Meira var við kvíðann

„Ég átti erfitt með kvíðan minn í daglegu lífi en eftir að ég fór á námskeið hjá ykkur þá hef ég verið meira var við hann og hvað ég get gert til þess að koma í veg fyrir að hann blossi ekki upp."

  • 22 ára karl
    meðferð við kvíða
Þessi meðferð var gott start

„Þessi meðferð var gott start á að koma sér aftur út í lífið í veikindum, frábært að geta setið heima og gert verkefnin og fá endurgjöf hratt og vel frá sálfræðingi ég kunni virkilega vel að meta það."

  • Kona
    meðferð við þunglyndi
Meðferðin hjálpaði mér

„Meðferðin hjálpaði mér að læra á hin ýmsu andlegu verkfæri sem munu nýtast mér í dag og í framtíðinni."

  • 32 ára karl
    meðferð við þunglyndi
Gott námskeið

„Verið viðbúin að þetta muni taka þann tíma sem upp er gefinn. Ef maður ætla að fá eitthvað út úr námskeiðinni að vinna verkefnin og æfingarnar og byðja um aðstoð hjá sálfræðingnum sem þú færð í tengslum við verkefnið."

  • 48 ára kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Líðan mín hefur tekið miklum framförum

„Meðferðin var krefjandi en að samas kapi ótrúlega hjálpleg og gefandi. Líðan mín hefur tekið miklum framförum á síðustu mánuðum, eitthvað sem að ég hefði ekki trúað og er ótrúlega þakklát fyrir. Eitthvað sem að allir ættu að láta reyna á."

  • 37 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Mjög hjálpleg meðferð

„Þetta er mjög hjálpleg meðferð og ég ætla að reyna að halda áfram að nýta öll þau tól og gögn sem ég fékk hér til þess að halda áfram að vinna í mér."

  • 46 ára karl
    meðferð við kvíða
Kom skemmtilega á óvart

„Átti ekki von á að ná svona miklum árangri með því að gera verkefni á netinu án þess að vera leidd áfram af meðferðaraðila sem ég væri að hitta "face to face" Var með miklar efasemdir í sannleika sagt en þetta kom skemmtilega á óvart og hjálpaði mér mikið. Mæli eindregið með að prófa!"

  • 41 árs kona
    meðferð við kvíða
Góð meðferð

„Góð meðferð til þess að læra æfingar sem hægt er að beita til þess að takast á við félagskvíða."

  • 45 ára karl
    meðferð við félagskvíða
Mæli 100% með

„Meðferðin var frábær, hjálpaði mér helling og mæli 100% með."

  • 31 árs kona
    meðferð við kvíða
Hefur breytt lífi mínu

„Ég mæli eindregið með kvíðameðferðinni hjá Mínlíðan.is Þessi meðferð hefur breytt lífi mínu til hins betra, takk."

  • 52 ára karl
    meðferð við kvíða
Líður mikið betur

„Þessi meðferð hjálpaði mér mikið að takast á við minn kvíða og kenndi mér aðferðir til þess að minnka hann. Lærði mjög mikið og líður mikið betur eftir hana. Mæli með þessari meðferð fyrir þá sem glíma við kvíða."

  • 24 ára kona
    meðferð við kvíða
Sálfræðingur var til staðar allan tímann

„Ég hef alla tíða verið föst í vítahring kvíða, mismikið. Meðferðin hélt vel utan um mig, Sálfræðingur var til staðar allan tímann. Mér leið vel þegar ég var í meðferðartímum og æfingarnar voru gagnlegar."

  • 34 ára kona
    meðferð við kvíða
Mæli hiklaust með

„Ég kláraði meðferð við þunglyndi hjá Mín Líðan og hef allt jákvætt um hana að segja. Mér fannst frábært að geta byrjað meðferðina strax og lærði margar leiðir til að takast á við þunglyndið. Mæli hiklaust með!"

  • 33 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Góð verkfæri

„Meðferðin veitti mér góð verkfæri sem skila árangri og hjálpa mér að takast á við félagskvíða. Ég lærði einnig að ég er ekki ein um að upplifa einkennin og að það eru til ótal leiðir til að minnka kvíðann."

  • 24 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Sterkari í sjálfinu

„Þessi meðferð hjálpaði mér að efla sjálfa mig, ég lærði helling um sjálfa mig og hvernig lágt sjálfsmat hefur áhrif á svo mikið í lífinu. Ég lærði aðferðir að hjálpa mér að líða betur og er miklu sterkari í sjálfinu eftir þetta."

  • 37 ára kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Mæli með henni

„Ég var mjög langt niðri þegar ég byrjaði í þessari meðferð en hún hjálpaði mér að skilja þann vanda sem ég var að glímast við. Mæli með henni fyrir þá sem eru í vanda og vantar aðstoð ♥"

  • 31 árs karl
    meðferð við þunglyndi
Vel upp sett

„Námskeiðið um lágt sjálfsmat er vel upp sett, skiljanlegt og lögð eru fyrir krefjandi verkefni. Endurgjöf er regluleg og einnig stendur til boða að hafa samband við sálfr. námskeiðsins. Þú upplifir að þú ert ekki einn á ferð."

  • 55 árs kona
    meðferð við lágu sjálfsmati
Aldrei hugsað út í hugsanaskekkjur

„Hafði aldrei hugsað út í hugsanaskekkjur fyrir þessa meðferð. Ótrúlega frelsandi að geta komið auga á þær."

  • 50 ára kona
    meðferð við kvíða
Mæli 100% með þessu

„Ég lauk námskeiði við kvíða hjá Mín líðan. Ég mæli 100% með þessu námskeiði, mjög hjálpleg og gagnleg verkfæri sem ég fékk á þessu námskeiði sem ég mun styðjast við út lífið."

  • 42 ára kona
    meðferð við kvíða
Lærði margar hjálplega aðferðir

„Meðferðin hjálpaði mér mikið, ég lærði margar hjálplega aðferðir sem munu koma mér að góðum notum. Þá náði ég að vinna og skilja mínar tilfinningar betur."

  • 35 ára kona
    meðferð við kvíða
Náði undraverðum bata

„Á tólf vikum náði ég undraverðum bata. Það er frábært að geta stjórnað hraða meðferðarinnar ásamt því að fá jákvæða og gagnlega endurgjöf frá mögnuðum sálfræðingum á skömmum tíma. Takk fyrir mig!!!"

  • 44 ára karl
    meðferð við þunglyndi
Ég hef verkfærin

„Ég kveið því að hefja þetta ferli, þessa sjálfsskoðun, því það var einhvern veginn auðveldara að líta í hina áttina. Þetta voru krefjandi vikur en dýrmætar - að líta svona inn á við, fræðast og æfa mig, að leyfa mér að taka betur þátt í lífinu, í þeim aðstæðum sem á órökréttan hátt stressuðu mig. Þær sumar hverjar stressa mig enn en þær hafa minna vald yfir mér, ég hef verkfærin og getuna til að ´taka þátt´."

  • 37 ára kona
    meðferð við félagskvíða
Lærir að takast á við vandamál

Ég mæli með þessari meðferð því þú lærir að takast á við vandamál sjálfstætt. Ég held áfram að nota þær aðferðir sem ég lærði. Ástand mitt hélt áfram að batna allar 10 vikur meðferðarinnar.

  • 55 ára kona
    meðferð við þunglyndi
Á sínum hraða

„Gott að geta gert þetta á sínum hraða. Gott að gert þetta heima."

  • 41 árs kona
    meðferð við kvíða
Virkilega hjálplegt

„Virkilega hjálplegt fyrir manneskju eins og mig sem finnst auðveldara að koma orðum frá mér í skrif uppá að gera verkefni og annað og hvað aðstæður varðar :)"

  • 33 ára kona
    meðferð við þunglyndi

10 tíma stöðluð sálfræðimeðferð á netinu

Kostir sálfræðimeðferðar á netinu

Fagleg

Meðferðin er veitt af löggildum, reyndum sálfræðingum.

Ódýrari

Meðferðin er ódýrari en sálfræðimeðferð á stofu.

Enginn biðtími

Þú getur hafið meðferðina strax, það er enginn biðtími.

Gagnreynd

Meðferðin byggir á árangursríkum aðferðum.

Aðgengileg

Þú getur sinnt meðferðinni hvar og hvenær sem er.

Þægileg

Þú opnar bara tölvuna eða símann og sinnir meðferðinni.

Tímasparandi

Þú þarft ekki að keyra til sálfræðings.

Auðveld

Meðferðin er notendavæn og krefst lágmarks tölvuþekkingar.

TRAUSTIR SAMSTARFSAÐILAR

Þau treysta okkur

FRÓÐLEIKUR UM SÁLRÆNAN VANDA

Vissir þú að…

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) glímir 1 af hverjum 8 einstaklingum við geðsjúkdóm?

Í Bretlandi er mælt með HAM á netinu sem fyrsta meðferðarúrræði við einkennum þunglyndis og félagskvíða?

Um 15–25% fólks upplifir þunglyndi einhvern tíma á ævinni?

Um 12% fólks upplifir félagskvíða einhvern tímann á lífsleiðinni?

Á Íslandi þjást um 12.000-15.000 manns af þunglyndi á hverjum tíma?

Félagskvíði er algengari meðal kvenna en karla?

Þunglyndi hefur áhrif á allt að 350 milljónir manna á hverjum degi?

Konur eru líklegri til að þjást af þunglyndi heldur en karlar?

Algengt er að fólk finni fyrir einkennum þunglyndis og kvíða á sama tíma?

Þunglyndi byrjar snemma á ævinni, mjög oft á bilinu 18-30 ára?

Um 20-25% kvenna upplifa þunglyndi einhvern tímann á ævinni?

Um 7-12% karla upplifa þunglyndi einhvern tímann á ævinni?

Félagskvíði kemur yfirleitt fyrst fram á unglingsárunum?

Talið er að um 45% alls fólks upplifi alvarlegan kvíða einhvern tímann á ævinni?

Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á Íslandi á HAM að vera fyrsta úrræði við einkennum þunglyndis og félagskvíða?

Um 20% barna í heiminum eiga a.m.k. eitt foreldri sem glímir við geðsjúkdóm?

Meira en 700.000 einstaklingar deyja árlega vegna sjálfsvígs?

HVERJIR STANDA Á BAKVIÐ MÍN LÍÐAN?

Um okkur

Mín líðan er sálfræðiþjónusta á netinu rekin með leyfi frá Embætti landlæknis. Hjá okkur starfa hæfir og reyndir sálfræðingar sem veita þér góða og persónulega þjónustu.

Um Mín líðan

EF ÞÚ FINNUR EKKI SVARIÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ

Algengar spurningar

  • Mín líðan býður upp á þrenns konar þjónustu fyrir einstaklinga: 1) Tíu tíma staðlaða sálfræðmeðferð við einkennum þunglyndis, kvíða, félagskvíða og lágs sjálfsmats. 2) Netnámskeið við streitu. 3) Fjarviðtöl. Að auki býður Mín líðan upp á þjónustu við fyrirtæki.

  • Flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu hjá Mín líðan, m.a. Bandalag háskólamanna, VR, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Fáðu nánari upplýsingar hjá þínu stéttarfélagi.

  • Ef þú velur 10 tíma staðlaða sálfræðimeðferð muntu aðeins eiga samskipti við sálfræðing í gegnum skrifaðan texta. Þú getur sent honum skilaboð hvenær sem er inni á öruggu heimasvæði. Ef þú velur fjarviðtöl, sem eru myndfundir í gegnum netið, muntu sjá sálfræðinginn augliti til auglitis.

  • Meðferðin samanstendur af fræðslu, verkefnum, æfingum og spurningalistum. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð á öruggu heimasvæði hvenær sem er. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta, þannig að þú sérð sálfræðinginn þinn ekki augliti til auglitis.

  • Stöðluð sálfræðimeðferð á netinu við einkennum kvíða, þunglyndis, félagskvíða og lágu sjálfsmati er 10 tímar og kostar 39.900 kr. Sambærileg meðferð á stofu kostar u.þ.b. 180.000 kr. Þess bera að geta að meðferðin er niðurgreidd af flestum stéttarfélögum.

  • Meðferðin hentar öllum sem náð hafa 16 ára aldri. Hún er ætluð þeim sem glíma við væg til miðlungs einkenni kvíða, þunglyndis eða félagskvíða eða eru með lágt sjálfsmat. Hún hentar þeim sem glíma við sálrænan vanda og þeim sem vilja minnka líkur á vanlíðan í framtíðinni. Hún hentar einnig þeim sem hafa áður lokið hugrænni atferlismeðferð og telja sig þurfa á upprifjun að halda.

  • Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að: 1) HAM á netinu er árangursrík við að minnka einkenni þunglyndis og kvíða. 2) HAM á netinu getur verið jafn árangursrík og hefðbundin HAM á stofu hjá sálfræðingi. 3) Meðferðarsamband milli skjólstæðings og sálfræðings getur myndast í gegnum netið.

  • Stöðluð sálfræðimeðferð er uppbyggð af fræðslu, verkefnum, æfingum og spurningalistum. Öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Hægt er að senda sálfræðingi skilaboð hvenær sem er á öruggu heimasvæði Mín líðan. Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru alveg eins og sálfræðiviðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við þinn sálfræðing í gegnum netið.